Sæktu 1. fréttabréfið okkar hér!

Sæktu 1. fréttabréfið okkar hér!

Fyrsta fréttabréf verkefnisins Konur gára vatnið

Verkefnið „Konur gára vatnið – Eflum leiðtogahæfni kvenna“, var sett af stað í október 2019. Þrátt fyrir ýmis jákvæð skref í jafnréttisátt er enn töluvert launamisrétti kynjanna í Evrópu. Markmið þessa verkefnis er að vinna að auknum áhrifum kvenna í gegnum valdeflingarnámskeið þar sem megin áhersla er lögð á leiðtogahæfni, sjálfsþekkingu og sjálfstraust. Verkefnið miðar að aukinni þátttöku kvenna í forystuhlutverkum á vinnumarkaði og auknum sýnileika kvenna í allskyns leiðtogahlutverkum sem styður við afnám kynjabils í launum og áhrifum. Með stuðningskerfi yfir landamæri og félagslegri aðlögun miðar verkefnið ennfremur að því að byggja upp sterkari tengsl milli ólíkra kvenna sem leitast við að þróa störf sín um alla Evrópu og stuðla þannig að því að allar konur geti náð faglegum markmiðum sínum. Verkefnið mun leggja áherslu á að greina þarfir ólíkra kvenna í tengslum við leiðtogaþjálfun en einnig í takt við kröfur fyrirtækja, í því skyni að hámarka atvinnutækifæri og styðja við framgang þeirra.

Fyrsta fréttabréf verkefnisins Konur gára vatnið

Verkefnið felur m.a. í sér:

  • þróun hæfniviðmiða í tengslum við “Konur gára vatnið” verkefnið þannig að borin verði kennsl á þá hæfileika sem þarf til þess að ólíkar konur geti sótt um leiðtogastöður og aukið leiðtogahæfni sína,
  • mótun sérsniðinnar þjálfunaráætlunar sem beinist að því að auka styrkleika kvenna til forystu með nálgun sem metur persónulega möguleika til forystu, skilning á fjölbreytileika og mótun og þróun ferilmöppu,
  • eflingu sjálfstrausts í gegnum árangursríka Mentoring Circles ™ aðferðafræði (jafningjafræðsluhóp) sem verður breytt í Leader Circles ™. Þessi kennsluaðferð hefur reynst árangursrík við að auka verulega sjálfsskilning kvenna og sjálfstraust,
  • fjarnámskeið á netinu sem býður upp á frekari þekkingu og eykur möguleika kvenna í Evrópu á að tengjast hver annarri,
  • ritun handbókar með leiðbeiningum um stefnumótun sem staðfestir mikilvægi og gildi þess að hafa fleiri konur í hærri stöðum. Handbókin verður viðbót við verkefnavinnu og eykur sjálfbærni verkefnisins.

SAMSTARFSAÐILAR Í VERKEFNINU KOMA FRÁ BRETLANDI, SPÁNI, GRIKKLANDI OG ÍSLANDI OG MARKMIÐ ÞEIRRA ERU M.A. AÐ:

Styrkja forystuhæfileika kvenna sem verða fyrir fjölþættri mismunun og byggja upp sjálfstraust þeirra. Vekja meðvitund um kynjamun í leiðtogastöðum. Auka sjálfsvitund kvenna, þekkingu á starfshæfni, viðskipta- og leiðtogatækifæri. Draga úr kynjamun í forystustöðum og stuðla þannig að fjölgun kvenna í forystu. Byggja upp nánari tengsl milli kvenna sem leitast við að þróa störf sín um alla Evrópu með stuðningskerfi yfir landamæri. Efla félagslega þátttöku kvenna sem hafa mætt hindrunum á vinnumarkaði.

Fyrsta fréttabréf verkefnisins Konur gára vatnið

Nokkur orð um samstarfið

  • Jafnréttisstofa veitir ráðgjöf og fræðslu á sviði jafnréttismála og fer með eftirlit þegar kemur að stöðu og þróun jafnréttismála á Íslandi í samræmivið lög. 10/2008: Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, lög 85/2018: Lög um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis, og laga 86/2018: Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.
  • Inova Consultancy (UK) Inova Consultancy Ltd (UK) veitir sveigjanlega ráðgjafarþjónustu sem svarar þörfum stofnana og einstaklinga á alþjóðavettvangi á sviði fjölbreytileika, jafnréttis og frumkvöðlastarfs. Inova hefur sérhæfða reynslu í þróun og afhendingu markþjálfunar- og kennsluáætlana fyrir fjölda mismunandi hópa.
  • AMUEBLA (Spánn) var stofnað árið 2009 og samanstendur af hópi hagsmunaaðila sem vinna saman að því að koma til móts við þarfir í húsgagna- og húsnæðisgeiranum og eru fulltrúar yfir 80 fyrirtækja og meira en 2.500 starfsmanna. AMUEBLA hefur tekið þátt í meira en tíuevrópskum verkefnum innan Erasmus + og Interreg áætlana.
  • The Institute of Entrepreneurship Development (iED) eru rannsóknarsamtök stofnuð árið 2005. Þau leggja megin áherslu á eflingu frumkvöðlastarfs fyrir alla og fellst aðal starfsemi samtakanna í innleiðinguog framkvæmd verkefna undir nokkrum af áhrifamestu ogbyltingarkenndustu verkefnaáætlunum Evrópu t.d. HORIZON 2020 ogERASMUS +.
  • Byggðastofnun er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins sem fylgist með og rannsakar byggðaþróun á Íslandi. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.