Sæktu verkefniseðilinn hér!

Sæktu verkefniseðilinn hér!

Um verkefnið

Verkefnið „Konur gára vatnið – Eflum leiðtogahæfni kvenna“ miðar að því að efla leiðtogahæfni, fagmennsku og styrk kvenna á vinnumarkaði.

Sjálfstraust

Að efla sjálfstraust, sjálfsvitund, hæfni á vinnumarkaði og tækifæri kvenna til áhrifa eykur líkur á að loka megi kynjabilinu á vettvangi stjórnunar og forystu í atvinnulífinu.

Sterkt tengslanet

Mikilvægt er að koma upp sterku tengslaneti kvenna sem vilja auka áhrif sín innan- sem utanlands, benda á mikilvægi félagslegrar þátttöku og tryggja að konur sem mæta hindrunum á vinnumarkaði nái sínum faglegu markmiðum.

Þarfir kvenna

Nauðsynlegt er að þekkja þarfir kvenna þegar kemur að leiðtogaþjálfun og tengja við kröfur sem gerðar eru í atvinnulífinu. Þannig verða tækifæri, valmöguleikar og stuðningur við faglega þróun hámörkuð.

BAKGRUNNUR

Atvinnuleysi í Evrópu er mikið og er bæði lóðrétt og lárétt kynjabil á vinnumarkaði áberandi. Þetta eru tvær megin áskoranir kvenna á 21. öldinni. Þar að auki mæta konur hindrunum ef þær búa við mismunun á grundvelli þátta eins og ef þær eru einstæðar mæður, hafa skerta starfsgetu, eru af erlendum uppruna eða að koma inn á vinnumarkað eftir langt hlé. Allir þessir þættir skapa hindranir í leit þeirra að starfsframa. Þetta verkefni hefur það að markmiði að skapa umræðu um ólíkar aðstæður kvenna þegar kemur að frama í atvinnulífinu.

Niðurstöður verkefnisins

Hæfnisrammi

Stöðumat er nauðsynlegur undanfari þess að hanna námskeið sem hámarka árangur þátttakenda. Hæfnisrammi verður þróaður sem viðmið í fræðslunni og nýttur við mat á öllum þáttum hennar. Byggt verður á stöðumati og fyrri námskeiðum um leiðtogaþjálfun en einnig verður leitast við að nálgast sértækar þarfir þátttakenda. Námskeiðin verða þróuð til að hámarksárangri verði náð.

Þjálfun

Í þjálfunarhluta verkefnisins verður áhersla lögð á að koma til móts við fjölbreyttan hóp kvenna, efla sjálfstraust þeirra og kjark þegar kemur að því að taka sér stöðu í forystu atvinnulífsins. Markmið þjálfunarinnar verður að aðlaga allt efni að hverjum þátttakanda þannig að persónuleg sýn og markmið verði í brennidepli.

Leader Circles™

Í þessum hluta námskeiðsins hittast 4-5 þátttakendur með kennara í 3-4 skipti, í fjórar klukkustundir í senn. Markmið og nýnæmi þessa námskeiðshluta felst í Leader Circles™ aðferðafræðinni sem leggur upp með að þátttakendur læri ekki einungis af kennurunum heldur einnig af öðrum þátttakendum. Sameiginlegum skilningi verður náð í samtali þátttakenda og reynslusögur af vettvangi eru einnig til þess fallnar að ýta undir gott árangursríkt samtal um hindranir og tækifæri kvenna í leiðtogahlutverkum.

Fjarnám

Allt námsefni verkefnisins verður aðgengilegt á heimasíðu þess en auk þess verður boðið upp á fjarnám. Á síðunni verður hægt að nálgast fjölbreytt námsefni á milli námslota. Þátttakendur í námslotunum hafa aðgang að ákveðnu svæði sem er einungis fyrir þá, en aðrir þátttakendur og áhugasamir einstaklingar hafa einnig aðgang að efni síðunnar. Námsefnið samanstendur af myndböndum, gagnvirku námsefni, skýrslum og glærum og fleiru sem getur höfðað til og virkjað gesti síðunnar til þátttöku.

Handbók um stefnumótun

Samstarfsaðilar í verkefninu munu skrifa handbók um stefnumótun. Handbókin er ætluð opinberum aðilum, fyrirtækjum, menntastofnunum, hagsmunahópum kvenna og öðrum sem koma að málaflokknum í öllum Evrópuríkjum. Handbókinni er ætlað að sýna fram á nauðsyn þess að hafa fleiri konur í forystuhlutverkum þannig að mannauður Evrópu sé að fullu nýttur og til að auka samkeppnishæfni á innri mörkuðum í Evrópu.