​​Verkefnið Konur gára vatnið

Eflum leiðtogahæfni kvenna

Um verkefnið

Verkefnið „Konur gára vatnið”” – Eflum leiðtogahæfni kvenna”” miðar að því að efla leiðtogahæfni, fagmennsku og styrk kvenna á vinnumarkaði.

Markmið verkefnisins er einnig að auka þekkingu á fjölda kvenna í forystuhlutverkum en þar hallar á konur og hvetja þátttakendur til að rjúfa hefðbundið kynjamynstur þegar kemur að forystu í atvinnulífinu og „gára vatnið“.

Sjálfstraust

Að efla sjálfstraust, sjálfsvitund, hæfni á vinnumarkaði og tækifæri kvenna til áhrifa eykur líkur á að loka megi kynjabilinu á vettvangi stjórnunar og forystu í atvinnulífinu

Sterk tengslanet

Mikilvægt er að koma sér upp sterku tengslaneti kvenna sem vilja auka áhrif sín innan sem utanlands, ávarpa félagslega inngildingu og tryggja að konur sem mæta hindrunum á vinnumarkaði nái sínum faglegu markmiðum.

Þarfir kvenna

Nauðsynlegt er að þekkja þarfir kvenna þegar kemur að leiðtogaþjálfun og tengja við kröfur sem gerðar eru i atvinnulífinu. Þannig verða tækifæri, valmöguelikar og stuðningur við faglega þróun hámörkuð.

Megin áherslur í fræðslu og þjálfun

Fræðsla og þjálfun

Stað- og fjarnán verður þróað til að veita verkfæri sem stuðla að bættri samskiptahæfni, samningatækni og sköpun til að tryggja félagslega inngildingu og árangur

Fjarnám

Þátttakendur á námskeiðum munu fá fræðslu á netinu í gerð eigin áætlana og fá tækifæri til að taka virkan þátt í alþjóðlegu leiðtogaverkefni sem hefur verið þróað í Bretlandi á síðustu árum "The leader Circles". Boðið verður upp á félagastuðning í námsferlinu.

Við viljum gjarnan heyra frá þér

 Við erum reiðubúin að svara þínum spurningum.