Samstarfsaðilar

Jafnréttisstofa stýrir verkefninu

Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018 og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitnd, kyneinkennum eða kyntjáningu nr. 86/2018. Jafnréttisstofa veitir einnig ráðgjöf og fræðslu um jafnréttismál.
www.jafnretti.is | FB: @ Jafnréttisstofa |

IED - Nýsköpunarstofnun (Grikkland)

iED is a research organisation established in 2005, focused on the promotion of entrepreneurship for everyone. The organisation’s main activity is the implementation of projects under some of Europe’s most influential and groundbreaking Programmes like the HORIZON 2020 and the ERASMUS+ programmes.
www.ied.eu | FB: @ied.europe | Twitter: @ied_europe | Instagram: ied.europe | Linkedin: iedeurope

AMUEBLA - Frumkvöðlafyrirtæki í húsgagnahönnun (Spánn)

Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og einbeitir sér að hönnun húsgagna og annars húsbúnaðar fyrir rúmlega 80 fyrirtæki og 2500 starfsmenn víða um Spán. AMUEBLA hefur tekið þátt í fjölda Evrópuverkefna á undanförnum árum þ.m.t. Erasmus+ og Interreg verkefnum.
www.amueblacooperacion.es | Twitter: @AmueblaCoop

Inova Ráðgjöf Ltd. (Bretland)

Inova er ráðgjafafyrirtæki sem sinnir ráðgjöf varðandi fjölbreytileika, jafnrétti og nýsköpun í fyrirtækjum og ráðgjöf til einstaklinga þvert á landamæri. Starfsfólk Inova býr yfir sérfræðikunnáttu í tengslum við námskeiðahald og stuðning við ýmsa hópa á vinnumarkaði.
www.inovaconsult.com | FB: @inovaconsultancypage | Twitter: @InovaUK | Linkedin: InovaUK

Byggðastofnun (Iceland)

Byggðastofnun er opinber stofnun sem vinnur að gagnasöfnun og rannsóknum og fylgist með atvinnu- og byggðaþróun og helstu áhrifaþáttum hennar og árangri opinberra stuðningsaðgerða á sviði atvinnumála og byggðaþróunar. Stofnunin skipuleggur og vinnur að ráðgjöf við atvinnulífið á landsbyggðinni í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa.
www.byggdastofnun.is | FB: @byggdastofnun | Twitter: @byggdastofnun |