IO1 -Hæfnisrammi
Stöðutaka er nauðsynlegur undanfari þess að hanna námskeið sem hámarka árangur þátttakenda. Hæfnisrammi verður þróaður sem viðmið í fræðslunni og nýttur við mat á öllum þáttum hennar. Byggt verður á fyrri námskeiðum um leiðtogaþjálfun en einnig er leitast við að nálgast sértækar þarfir þátttakenda. Námskeiðin verða þróuð til að hámarksárangri verði náð.
IO4 - Fjarnám
Allt námsefni verkefnisins verður aðgengilegt á heimasíðu þess en auk þess verður boðið upp á fjarnám. Á síðunni verður hægt að nálgast fjölbreytt námsefni á milli námslota. Þátttakendur í námslotunum hafa aðgang að ákveðnu svæði sem er einungis fyrir þá en aðrir þátttakendur og áhugasmir einstaklingar hafa einnig aðgang að efni síðunnar. Námsefnið samantendur af myndböndum, gagnvirku námsefni, skýrslum og glærum og fleiru sem getur höfðað til og virkjar gestir síðunnar til þátttöku.
Þú getur fundið samanburðarskýrsluna HÉR!
IO2 - Þjálfun
Í þjálfunarhluta verkefnisins verður áhersla lögð á að koma til móts við fjölbreyttan hóp kvenna, efla sjálfstraust þeirra og kjark þegar kemur að því að taka sér rými í forystu atvinnulífsins. Markmið þjálfunarinnar verður að aðlaga allt efni að hverju þátttakanda þannig að persónuleg sýn og markmið verði í brennidepli.
Þú getur fundið samanburðarskýrsluna HÉR!
IO5 - Handbók um stefnumótun
Samstarfsaðilar í verkefninu munu skrifa handbók um stefnumótun. Handbókin er ætluð opinberum aðilum, fyrirtækjum, menntastofnunum, hagsmunahópum kvenna og öðrum sem koma að málaflokknum í öllum Evrópuríkjum. Handbókinni er ætlað að sýna fram á nauðsyn þess að hafa fleiri konur í forystuhlutverkum þannig að mannauður Evrópu sé að fullu nýttur og til að auka samkeppnishæfni á innri mörkuðum í Evrópu.
IO3 - The Leader Circles™
Í þessum hluta námskeiðsins hittast 4-5 þátttakendur með kennara í 3-4 skipti, í fjórar klukkustundir í senn. Markmið og nýnæmi þessa námskeiðshluta felst í Circles ™aðferðafræðinni sem leggur upp með að þátttakendur læri ekki einungis af kennurunum heldur einnig af hverjum öðrum. Sameiginlegum skilningi verður náð í samtali þátttakenda og reynslusögur af vettvangi eru einnig til þess fallnar að ýta undir gott árangursríkt samtal um hindranir og tækifæri kvenna í leiðtogahlutverkum.
Þú getur fundið samanburðarskýrsluna HÉR!